Loftslagsdagurinn 2022 var haldin í Hörpu þann 3. maí síðast liðinn.
Þar var fjallað um losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi, loftslagsbreytingar, viðbrögð okkar og margt fleira.
Umhverfisstofnun stóð fyrir Loftslagsdeginum ásamt nokkrum samstarfsstofnunum. En á honum komu saman margir af fremstu sérfræðingum þjóðarinnar í loftslagsmálum til að útskýra umræðuna á mannamáli.
Meðal annars var fjallað um:
Sjá upptökur af erindum hér.
Í hádegishléi fengu þátttakendur að skyggnast inn í sýndarveruleika um loftslagsbreytingar sem upplifunarhönnuðurnir í fyrirtækinu Gagarín hafa skapað.
Loftslagsdagurinn, sem framvegis verður árlegur viðburður, er hugsaður fyrir almenning, stjórnvöld, fjölmiðla, vísindasamfélagið, nemendur og öll áhugasöm um loftslagsmál.
Ef einhverjar spurningar vakna varðandi daginn má hafa samband á ust@ust.is