Loftslagsdagurinn 2023

Loftslagsmál á mannamáli! Loftslagsdagurinn 2023 fer fram 4. maí í Hörpu og beinu streymi.

Þemu dagsins

  • Hvernig miðar okkur í átt að kolefnishlutleysi?
  • Hvaða breytingar þurfum við að gera á samfélaginu til að ná kolefnishlutleysi?
  • Hvernig skila peningarnir árangri?

Sérstakur gestur: Daniel Montalvo

Daniel Montalvo, sérfræðingur í sjálfbærri auðlindanýtingu og iðnaði hjá Umhverfisstofnun Evrópu, er sérstakur gestafyrirlesari. Daniel mun fjalla um aftengingu hagvaxtar og umhverfisáhrifa undir yfirskriftinni:

Decoupling to deliver on the sustainability transition - Towards a climate neutral, circular and pollution free society.

Daniel hefur unnið hjá Umhverfisstofnun Evrópu í 10 ár og fengist við losun iðnfyrirtækja, stefnumótandi áherslur við innleiðingu hringrásarhagkerfis, hráefnanýtingu og tengingar iðnaðar og umhverfis.

Spennandi erindi

Á dagskrá eru fjöldi spennandi erinda úr ýmsum áttum sem færa okkur nær svörum við spurningum dagsins. Þar á meðal:

  • Losun Íslands 1990-2040 - Nicole Keller, teymisstjóri í teymi losunarbókhalds, Umhverfisstofnun
  • Að virkja fjármagn í sjálfbærum rekstri: EU Taxonomy með fókus á loftslagsmál - Tómas Njáll Möller, formaður Festu og yfirlögfræðingur Lífeyrissjóðs verzlunarmanna
  • Umhverfisfullyrðingar í markaðssetningu - Matthildur Sveinsdóttir, sviðsstjóri hjá Neytendastofu
  • Hvernig breytir maður samfélagi? - Ragna Benedikta Garðarsdóttir, prófessor í félagssálfræði við Sálfræðideild HÍ
  • Stríð og kliður: Hvað verður um ímyndunaraflið? - Sverrir Norland, rithöfundur, útgefandi og fyrirlesari

Þátttakendur senda inn spurningar

Allir þátttakendur geta sent inn spurningar með því að fara inn á Slido.com og slá inn #loftslagsdagurinn.

Í lok hverrar málstofu verða vinsælustu spurningarnar bornar fram í pallborði með fyrirlesurunum.

Umhverfisvænn viðburður

Við skipulagningu Loftslagsdagsins eru fjölmörg atriði höfð að leiðarljósi til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og lágmarka neikvæð umhverfisáhrif viðburðarins. Nánar

Blöndum geði

Dagskráin byggist á fjölbreyttum erindum, pallborðsumræðum, áhugaverðum hugvekjum og tækifærum til að blanda geði! Í lok dags ætlum við að fagna saman undir fögrum tónum gítarleikarans Ómars Guðjónssonar.

Fyrir hverja?

Loftslagsdagurinn er hugsaður fyrir:

  • Almenning
  • Stjórnvöld
  • Atvinnulífið
  • Fjölmiðla
  • Vísindasamfélagið
  • Nemendur
  • Öll áhugasöm um loftslagsmál

Hliðarviðburður: Kolefnisföngun í hafi

Transition Labs fyrir pallborðsumræðum um kolefnisföngun og -bindingu í hafinu undir yfirkriftinni: The Ocean's Role in Carbon Dioxide Removal: Challenges and Opportunities. Tilefnið er koma leiðandi vísindafólks á þessu sviði til landsins.

Pallborðið fer fram á skrifstofu Transition Labs og stendur yfir frá kl. 8:30-9:30 þann 4. maí. Nánar

Fleira

Viðburðurinn á Facebook

Myndefni frá Ed Hawkins prófessor við Háskólann í Reading

Samantekt um losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi 1990-2050

Takið tímann frá og sjáumst í Hörpu 4. maí!

Ef einhverjar spurningar vakna varðandi daginn má hafa samband á ust@ust.is

crossmenu