Loftslagsdagurinn 2024

Takið daginn frá!

Loftslagsdagurinn 2024 fer fram 28. maí í Hörpu og beinu streymi.

Skipulagshópurinn vinnur nú hörðum höndum að því að móta fræðandi og spennandi dagskrá um loftslagsmál á mannamáli. Takið daginn frá!

Fyrri viðburðir

Á dagskrá fyrri viðburða hafa verið fjölbreytt viðfangsefni sem öll snerta loftslagsmál á einn eða annan hátt. Fastur liður í dagskrá Loftslagsdagsins er að fara yfir nýjustu upplýsingar um losun Íslands og hvert við stefnum.

Við höfum meðal annars fjallað um:

  • Hvernig miðar okkur í átt að kolefnishlutleysi?
  • Hvaða breytingar þurfum við að gera á samfélaginu til að ná kolefnishlutleysi?
  • Hvernig skila peningarnir árangri í loftslagsmálum?
  • Lausnir og aðlögun: Hvert erum við komin og hvernig er hægt að bregðast við afleiðingunum?
  • Orkuskipti
  • Loftslagslausnir í sýndarveruleika

Fyrir hverja?

Loftslagsdagurinn er hugsaður fyrir:

  • Atvinnulífið
  • Stjórnvöld
  • Almenning
  • Vísindasamfélagið
  • Nemendur
  • Fjölmiðla

Umhverfisvænn viðburður

Við skipulagningu Loftslagsdagsins eru fjölmörg atriði höfð að leiðarljósi til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og lágmarka neikvæð umhverfisáhrif viðburðarins. Nánar

Blöndum geði

Dagskrá Loftlagsdagsins byggist alla jafna á fjölbreyttum erindum, pallborðsumræðum, áhugaverðum hugvekjum og tækifærum til að blanda geði! Í lok dagskrár höfum við hist og spjallað saman á óformlegum nótum.

Fleira

Viðburðurinn á Facebook

Myndefni frá Ed Hawkins prófessor við Háskólann í Reading

Samantekt um losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi 1990-2050

Sjáumst í Hörpu 28. maí!

crossmenu