Loftslagsdagurinn 2024

Loftslagsdagurinn 2024 fer fram 28. maí frá kl. 9 -14 í Norðurljósasal Hörpu og beinu streymi.

Í ár ætlum við að einblína á aðgerðir í loftslagsmálum! Hverjir eru að gera hvað núna? Hvað aðgerðir eru í pípunum? Hvað ættum við að vera gera?

Dagskrá

09:00 Upptaktur

 • Opnun – Sigrún Ágústsdóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar
 • Ávarp  – Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis,- orku- og loftslagsráðherra
 • Hugvísindi og loftslagsmál – Auður Aðalsteinsdóttir, doktor í bókmenntafræði og forstöðukona Rannsóknaseturs Háskóla Íslands í Þingeyjarsveit

09:30 Hver er staðan og af hverju skiptir þetta máli?

 • Losun Íslands – Chanee Jónsdóttir Thianthong, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun
 • „En við erum svo fá!“​ – Alþjóðlegar afleiðingar og ábyrgð smáríkis – Auður H. Ingólfsdóttir, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun
 • Lítum til himins – Anna Hulda Ólafsdóttir, skrifstofustjóri loftslagsþjónustu og aðlögunar hjá Veðurstofunni

10:20 Kaffihlé

10:40 Aðgerðir stjórnvalda

 • Aðgerðaáætlun í loftslagsmálum – Elín Björk Jónasdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfis,- orku- og loftslagsráðuneytinu
 • Erum við hætt við orkuskiptin? – Eyrún Gígja Káradóttir, verkefnastjóri Orkuseturs
 • Náttúrumiðaðar lausnir – Aðgerðir í þágu lífríkis og loftslags – Björn Helgi Barkarson, skrifstofustjóri hjá Matvælaráðuneytinu
 • Sveitarfélög og loftslagsmál – Arnar Þór Sævarsson, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga

11:30 Hádegismatur

12:10 Aðgerðir í avinnulífinu

 • Loftslagsvegvísar atvinnulífsins – Hugrún Elvarsdóttir, verkefnastjóri hjá Samtökum atvinnulífsins
 • Viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir – Daníel Arnar Magnússon, lögfræðingur hjá Umhverfis,- orku- og loftslagsráðuneytinu
 • Nýsköpun í þágu loftslagsmála – Kári Helgason, forstöðumaður rannsókna og nýsköpunar hjá Carbfix
 • Alvöru markmið í loftlagsmálum – Þorsteinn Kári Jónsson, forstöðumaður sjálfbærni og samfélagstengsla hjá Marel

13:00 Kaffihlé

13:15 Aðgerðir einstaklinga

 • Loftslag og lífríki – loforð fyrir framtíðina – Þorgerður María Þorbjarnardóttir, formaður Landverndar
 • Hvernig getum við haft áhrif sem einstaklingar og þátttakendur í samfélagi? – Birgitta Steingrímsdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun

13:45 Lokaorð og ráðstefnuslit

Halldór Þorgeirsson, formaður Loftslagsráðs

14:00 Loftslagsdeginum lýkur

Fundarstjóri: Jóhannes Bjarki Urbancic Tómasson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun

Fyrir hver?

Loftslagsdagurinn er hugsaður fyrir:

 • Atvinnulífið
 • Almenning
 • Stjórnvöld
 • Vísindasamfélagið
 • Nemendur
 • Fjölmiðla

Blöndum geði

Dagskrá Loftslagsdagsins 2024 byggist á fjölbreyttum erindum, umræðum, hugvekjum og tækifærum til að blanda geði! Loftslagsdagurinn hefur fest sig í sessi sem einn helsti viðburðurinn á sviði loftslagsmála á Íslandi. Komdu með!

Spuni

Þekktir spunaleikarar ætla að stíga á stokk og brjóta upp dagskrá Loftslagsdagsins. Þá verður tækifæri til að horfa viðfangsefnin okkar frá algjörlega nýju sjónarhorni. Ekki missa af því!

Kaffihornið

Kynslóðirnar mætast í kaffihorninu! Það verður hægt að tylla sér í kaffihornið í hléum og spjalla við fulltrúa Aldins – nýstofnaðs félags eldri umhverfissinna og fulltrúa Ungra umhverfissinna.

Umhverfisvænn viðburður

Við skipulagningu Loftslagsdagsins eru fjölmörg atriði höfð að leiðarljósi til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og lágmarka neikvæð umhverfisáhrif viðburðarins. Skoða aðgerðir

Fleira

Viðburðurinn á Facebook

Show your stripes! – Myndefni frá Ed Hawkins prófessor við Háskólann í Reading

Samantekt um losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi 1990-2050

Sjáumst í Hörpu 28. maí!

crossmenu