Loftslagsdagurinn 2025

Loftslagsdagurinn 2025 fer fram 1. október frá kl. 9 – 14 í Norðurljósasal Hörpu og beinu streymi.

Þema dagsins: Framtíð í jafnvægi: Hvernig finnum við jafnvægi milli náttúru og aðgerða?

Dagskrá

09:00 Upptaktur

Opnun – Gestur Pétursson, forstjóri Umhverfis- og orkustofnunar

Ávarp - Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis,- orku- og loftslagsráðherra

Af náttúrusölu og neysluskiptum – Kristín Helga Gunnarsdóttir, rithöfundur, leiðsögumaður og stjórnarmaður í Landvernd

09:35 Hvernig miðar okkur?

Losun á Íslandi – Góðar og slæmar fréttir?  – Birgir Urbancic Ásgeirsson, sérfræðingur í teymi losunarbókhalds hjá Umhverfis- og orkustofnun

10:00 Kaffihlé

10:15 Hvernig lítur samstíga vegferð út?

Er það nauðsynlegt? Samspil loftslagsaðgerða og skipulagsvalds – Finnur Ricart Andrason, sérfræðingur í umhverfis- og loftlagsmálum hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga

Tvær áskoranir, ein lausnLoftslagsmarkmið og líffræðileg fjölbreytni – Bryndís Marteinsdóttir, sviðsstjóri sjálfbærrar landnýtingar hjá Landi og skógi

Samstíga í loftslagsaðgerðir – Nýjar lausnir í nýjum heimi  – Karen Björk Eyþórsdóttir, verkefnastjóri hjá Transition Labs

Þarf öll þessi klósett? Ferðamennska og forgangsröðun aðgerða í náttúruvernd – Katrín Karlsdóttir, verkefnastjóri á þróunarsviði Náttúruverndarstofnunar

Samantekt – Elva Rakel Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Festu, og Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar

11:10 Er spenna í orkuskiptum?

Spáð í orkuspilin – Hvar stöndum við og hvert stefnum við gagnvart markmiðum 2030? – Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson, teymisstjóri í teymi orkuskipta og orkunýtni hjá Umhverfis- og orkustofnun

Eru orkuskipti bara rugl? Staða orkuskipta á Íslandi – Sigurður Ingi Friðleifsson, sviðsstjóri á sviði orkuskipta og hringrásarhagkerfis hjá Umhverfis- og orkustofnun

Rammaáætlun, hvað er það? Áætlun um orkunýtingu og náttúruvernd – Svanfríður Jónasdóttir, formaður 6. áfanga rammaáætlunar

Árangur aðgerðaEigum við erindi sem erfiði? – Ágústa Steinunn Loftsdóttir, eðlisfræðingur á orkusviði Eflu

Samantekt – Finnur Beck, framkvæmdastjóri Samorku, og Laura Sólveig Lefort Scheefer, forseti Ungra unhverfissinna

12:10 Hádegismatur

12:55 Getum við bætt lífsgæði og tekið ábyrgð núna?

Hvað eru lífsgæði? – Nicole Keller, teymisstjóri í teymi losunarbókhalds hjá Umhverfis- og orkustofnun

Getur sálfræði bjargað heiminum? Um félagssálfræði loftslagsbreytinga – Bjarki Grönfeldt, sérfræðingur í samfélagsmálum hjá Landsvirkjun og aðjúnkt við Háskóla Íslands

Hvernig getum við notað hringrásarhagkerfið til þess að efla lífsgæði? – Þorbjörg Sandra Bakke, teymisstjóri í teymi hringrásarhagkerfis hjá Umhverfis- og orkustofnun

Samantekt – Guðrún Aðalsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar, og Stefán Jón Hafstein, formaður Aldins

13:45 Lokaorð og ráðstefnuslit

Lokaorð – Halldór Þorgeirsson, formaður Loftslagsráðs

14:00 Loftslagsdeginum lýkur

Fyrir hver er Loftslagsdagurinn?

Loftslagsdagurinn er hugsaður fyrir:

  • Atvinnulífið
  • Almenning
  • Stjórnvöld
  • Vísindasamfélagið
  • Nemendur
  • Fjölmiðla

Blöndum geði

Dagskrá Loftslagsdagsins byggist á fjölbreyttum erindum, umræðum, hugvekjum og tækifærum til að blanda geði!

Loftslagsdagurinn hefur fest sig í sessi sem einn helsti viðburðurinn á sviði loftslagsmála á Íslandi.

Umhverfisvænn viðburður

Við skipulagningu Loftslagsdagsins eru fjölmörg atriði höfð að leiðarljósi til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og lágmarka neikvæð umhverfisáhrif viðburðarins.

Upptaka frá 2024

Fleira

Sjáumst í Hörpu 1. október 2025!

crossmenu