Loftslagsdagurinn 2024

Loftslagsdagurinn 2024 fór fram 28. maí frá kl. 9 – 14 í Norðurljósasal Hörpu og beinu streymi.

Dagskrá

09:00 Upptaktur

  • Opnun – Sigrún Ágústsdóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar
  • Eru orðin tóm? – Auður Aðalsteinsdóttir, doktor í bókmenntafræði og forstöðukona Rannsóknaseturs Háskóla Íslands í Þingeyjarsveit
  • Ávarp  – Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis,- orku- og loftslagsráðherra

09:30 Hver er staðan og af hverju skiptir þetta máli?

10:20 Kaffihlé

10:30 Aðgerðir stjórnvalda

11:30 Hádegismatur

12:10 Aðgerðir í atvinnulífinu

13:00 Kaffihlé

13:15 Aðgerðir einstaklinga

13:45 Lokaorð og ráðstefnuslit

14:00 Loftslagsdeginum lýkur

Fundarstjóri var Jóhannes Bjarki Urbancic Tómasson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun.

Spuni

Spunaleikararnir Steiney Skúladóttir, Guðmundur Felixson og Pálmi Freyr Hauksson stigu á stokk og brutu upp dagskrá Loftslagsdagsins. Þá gafst tækifæri til að horfa viðfangsefnin okkar frá algjörlega nýju sjónarhorni.

Kaffihornið

Kynslóðirnar mættust í kaffihorninu! Það var hægt að tylla sér í kaffihornið í hléum og spjalla við fulltrúa Aldins – nýstofnaðs félags eldri umhverfissinna og fulltrúa Ungra umhverfissinna.

Upptaka af deginum

Myndir

crossmenu