Loftslagsdagurinn 2024 fór fram 28. maí frá kl. 9 – 14 í Norðurljósasal Hörpu og beinu streymi.
Fundarstjóri var Jóhannes Bjarki Urbancic Tómasson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun.
Spunaleikararnir Steiney Skúladóttir, Guðmundur Felixson og Pálmi Freyr Hauksson stigu á stokk og brutu upp dagskrá Loftslagsdagsins. Þá gafst tækifæri til að horfa viðfangsefnin okkar frá algjörlega nýju sjónarhorni.
Kynslóðirnar mættust í kaffihorninu! Það var hægt að tylla sér í kaffihornið í hléum og spjalla við fulltrúa Aldins – nýstofnaðs félags eldri umhverfissinna og fulltrúa Ungra umhverfissinna.