Loftslagsdagurinn 2023

Loftslagsdagurinn 2023 fór fram þann 4. maí í Hörpu og beinu streymi.

Dagskrá og upptökur af erindum

10:00 Upptaktur

  • Ávarp. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis,- orku- og loftslagsráðherra
  • Hvernig byggjum við jörðina? Elva Rakel Jónsdóttir, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun

10:30 Hvernig miðar okkur í átt að kolefnishlutleysi?

  • Skuldbindingar Íslands í loftslagsmálum – Helga Barðadóttir, sérfræðingur hjá umhverfis,- orku- og loftslagsráðuneytinu
  • Losun Íslands 1990-2040 – Nicole Keller, teymisstjóri hjá Umhverfisstofnun, Arnór Snorrason, deildarstjóri hjá Skógræktinni og Jóhann Þórsson, fagteymisstjóri hjá Landgræðslunni
  • Aðgerðir og áætlanir Íslands í loftslagsmálum – Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, sérfræðingur hjá umhverfis,- orku- og loftslagsráðuneytinu

Pallborðsumræður – Fyrirlesarar úr málstofu og Guðlaugur Þór Þórðarsson, umhverfis,- orku- og loftslagsráðherra, svara spurningum sem berast frá áhorfendum í gegnum Slido

11:30 Hádegismatur

12:05 Hvaða breytingar eru nauðsynlegar á samfélaginu til að ná kolefnishlutleysi?

  • Kerfið og kolefnishlutleysi 2040 – Þórunn Wolfram PhD, framkvæmdastjóri Loftslagsráðs
  • Hvað þýðir kolefnishlutlaust Ísland fyrir Íslenska náttúru? – Eydís Líndal Finnbogadóttir, forstjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands
  • Hvernig breytir maður samfélagi? – Ragna Benedikta Garðarsdóttir, prófessor í félagssálfræði við Sálfræðideild HÍ
  • Umhverfisfullyrðingar í markaðssetningu – Matthildur Sveinsdóttir, sviðsstjóri hjá Neytendastofu
  • Stríð og kliður: Hvað verður um ímyndunaraflið? – Sverrir Norland, rithöfundur, útgefandi og fyrirlesari

Pallborðsumræður – Fyrirlesarar úr málstofu svara spurningum sem berast frá áhorfendum í gegnum Slido

13:25 Kaffi

13:45 Hvernig skila peningarnir árangri?

  • Ábyrgt fjármálakerfi í ljósi loftslagsvár – Tinna Hallgrímsdóttir, sérfræðingur í loftslagsáhættu og sjálfbærni hjá Seðlabanka Íslands
  • Að virkja fjármagn í sjálfbærum rekstri: EU Taxonomy með fókus á loftslagsmál – Tómas Njáll Möller, formaður Festu og yfirlögfræðingur Lífeyrissjóðs verzlunarmanna
  • Loftslag án landamæra – Benedikt Höskuldsson, sendifulltrúi hjá utanríkisráðuneytinu
  • Decoupling to deliver on the sustainability transition – Towards a climate neutral, circular and pollution free society – Daniel Montalvo, sérfræðingur í sjálfbærri auðlindanýtingu og iðnaði hjá Umhverfisstofnun Evrópu

Pallborðsumræður – Fyrirlesarar úr málstofu svara spurningum sem berast frá áhorfendum í gegnum Slido

15:00 Lokaorð og ráðstefnuslit

  • Sigrún Ágústsdóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar

15:10 Blöndum geði og þjöppum okkur saman

16:00 Loftslagsdeginum lýkur

Fundarstjóri var Stefán Gíslason

Sérstakur gestur: Daniel Montalvo

Daniel hefur unnið hjá Umhverfisstofnun Evrópu í 10 ár og fengist við losun iðnfyrirtækja, stefnumótandi áherslur við innleiðingu hringrásarhagkerfis, hráefnanýtingu og tengingar iðnaðar og umhverfis.

Daniel Montalvo, sérfræðingur í sjálfbærri auðlindanýtingu og iðnaði hjá Umhverfisstofnun Evrópu, er sérstakur gestafyrirlesari. Daniel mun fjalla um aftengingu hagvaxtar og umhverfisáhrifa undir yfirskriftinni:

Decoupling to deliver on the sustainability transition – Towards a climate neutral, circular and pollution free society.

Hliðarviðburður: Kolefnisföngun í hafi

Transition Labs fyrir pallborðsumræðum um kolefnisföngun og -bindingu í hafinu undir yfirkriftinni: The Ocean’s Role in Carbon Dioxide Removal: Challenges and Opportunities. Tilefnið er koma leiðandi vísindafólks á þessu sviði til landsins.

Pallborðið fer fram á skrifstofu Transition Labs og stendur yfir frá kl. 8:30-9:30 þann 4. maí. Nánar

Viðburðurinn í heild

Myndir

crossmenu