Loftslagsdagurinn 2022 var haldin í Hörpu þann 3. maí síðast liðinn.
Þar var fjallað um losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi, loftslagsbreytingar, viðbrögð okkar og margt fleira.
Upptaka frá viðburðinum
Umhverfisstofnun stóð fyrir Loftslagsdeginum ásamt nokkrum samstarfsstofnunum. En á honum komu saman margir af fremstu sérfræðingum þjóðarinnar í loftslagsmálum til að útskýra umræðuna á mannamáli.
Meðal annars var fjallað um:
Losun Íslands
Neysludrifna losun
Innra kolefnisverð
Náttúrumiðaðar lausnir og aðlögun
Orkuskipti
Í hádegishléi fengu þátttakendur að skyggnast inn í sýndarveruleika um loftslagsbreytingar sem upplifunarhönnuðurnir í fyrirtækinu Gagarín hafa skapað.
Garden of Choices er hlutverkaleikur um loftslagsaðgerðir sem fer fram í sýndarveruleika. Leikurinn er hluti af verkefninu Astrid Loftslagsfræðsla sem er leitt af hönnunarfyrirtækinu Gagarín. Leikurinn Garden of Choices verður sýndur í hádegishléinu á Loftslagsdeginum.
12:50 Losunarbókhald í stærra samhengi
Neysludrifið kolefnisspor. Áróra Árnadóttir, Nýdoktor við Umhverfis- og byggingarverkfræðideild Háskóla Íslands og framkvæmdastjóri Grænni byggðar